24.5.2009 | 03:45
Mannaseyðiskennla...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2009 | 11:15
Bjöllu og póstkassamerkingar...
25.12.2008 | 13:48
Alltof stór...
24.12.2008 | 01:28
Jólagjafagullkorn...
Skrapp í búð áðan og keypti seinustu jólagjafirnar. Átti eftir að kaupa pakka handa nýjustu frænkunni og það var svo æðislegt úrval af dóti til fyrir svona prinsessur að það endaði með því að ég keypti tvo pakka handa henni. Ég keypti síma fyrir 0 mánaða og upp úr og svo stýri og gírstöng sem hægt er að festa með sogskál á borð fyrir framan dömuna. Ég fór og sýndi Arnari Mána hvað ég keypti handa uppáhalds frænkunni hans og spurði hann hvort hann vildi ekki gefa henni símann því þá gæti hún alltaf hringt í hann. "Nei, ...ég vil frekar gefa henni stýrið því þá getur hún alltaf keyrt til mín." sagði sá stutti án þess að hugsa sig um í eina sek... og svo brosti hann ægilega prakkaralega og bætti við "na, na, na, bú, bú!!!" hljóp svo inn í herbergið sitt og kom til baka í jólasveinabúning og vildi skrifa kortið til hennar Snædísar... Þvílíkur pottormur
Þarna er hann að skrifa til frænku sinnar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2008 | 01:27
Ég undirritaður...
Arnar Máni skrifaði nafnið sitt í fyrsta skipti í gær og getur því héðan í frá notað ofanritað...
Ljósmynd af afrekinu...
26.11.2008 | 19:25
Skómálin...
22.10.2008 | 23:52
Gullkorn.
Arnar Máni tveggja og hálfs árs er stundum að spjalla um heima og geima:
Sómi fór í búðina að kaupa eplasafa! Nei, sagði mamma hans, Sómi er hundur og á ekki peninga. Neeeiii...sagði Arnar,..Sómi er með kort !..
Arnar á lítinn 5 mánaða frænda sem heitir Viðar Darri. Hann fór í pössun heim til hans hluta úr degi og var síðan spurður að því hvor hann hefði eitthvað leikið sér við Viðar Darra... "Nei," sagði Arnar án þess að hika," hann getur ekki labbað, hann er með engar tennur og engar lappir!!"
Arnar hefur mikinn áhuga á jólasveinunum og á til skemmtilega jólasveinabók sem hann skoðar nánast daglega. Það var verið að skoða hana með honum og eitthvað var minnst á Grýlu og Leppalúða. Hann benti á myndirnar af þeim og sagði nöfnin á þeim og benti síðan á mynd af jólakettinum og sagði "...og þetta er hann kattalúði..."
Viðbót 1.8.´07
Sagt við morgunverðarborðið með súrmjólk í skál "Má ég fá sykurpúða" svo var bent á púðursykurinn ...smá ruglingur...kemur fyrir besta fólk...
Þegar Afi og Amma skiluðu litla pottorminum úr pössun sagði einhver. Var ekki gaman að fara í afabíl? "Jú, "sagði sá stutti og bætti við án þess að hika " hann á líka jólasveinabíl ". Það er sem sagt komin alveg ný sýn á gamla rauða Volvoinn hans afa...
Arnar var í pössun hjá afa og ömmu og slapp buxnalaus á hlaup um húsið eftir vel heppnaða klósettferð. Eftir smá stund segir amma við hann: " Núna verður þú að koma í buxurnar, við erum að fara út! Sá stutti lítur undrandi á ömmu sína og segir. "Er farið að rigna? ..."
Nú er Arnar orðinn 3 ára og ég fæ að vita reglulega að ég sé "besti pabbinn í besta heiminum". Ekkert smá flottur titill
Spaugilegt | Breytt 24.10.2008 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2008 | 23:21
Bílafjöldi.
Það var einhver að spyrja mig hvað ég hefði átt marga bíla um ævina...
Sko Fyrsti bíllinn var appelsínugul VW bjalla árgerð 1972 svo kom Escort ´73, bjalla ´72, Escort ´73... ég átti (og á) svolítið oft tvo eins eða svipaða bíla í einu.
Svo komu og ekki endilega alveg í þessari röð: Renault 4 ´75, Toyota Hilux ´80, Toyota Tersel ´83, Daihatsu Charmant ´85, Daihatsu Charmant´85, Fíat Panda 4x4 ´84, Fíat Panda 4x4 ´85, Escort ´85, Fíat Uno ´87, Escort ´86, Bens 309 ´85, Toyota Corolla´86, Volvo 345 ´85, Toyota Hilux ´90, Lada Samara ´87...
...svo komu nokkrir bílar sem voru keyrðir beint niður á höfn og seldir til Rússlands: Lada statíon 2-3 stk. , Citroen Axel 1 stk. , Lada 1200,1300,1500, 1600 og Samara 1-3 stk af hverjum
Svo komu Mazda 323´89, Toyota Hilux ´93, Toyota Hiace ´90, Mazda 323 statíon ´92, Suzuki Fox ´85, Toyota Liteace´89, Daihatsu Charade ´86, MMC Lanser ´90, Izusu Trooper´86, WV carawella ´82, Opel Corsa ´96, Daihatsu Charade´91, VW Caravella ´93, Strumpastrætó (man ekki einu sinni hvaða tegund það var(Subaru ´90???)) ,, Suzuki 4x4´90, Elantra ´94, Mazda 323 ´86, Elantra ´95, Toyota Hilux´89, Sonata´93, Willys ´85, VW Jetta ´90, Nissan Primera´96, Toyota Hilux ´96, Cherokee ´89, Bens Station ´90, VW Caravella ´93, VW Transporter ´96, VW Caravella ´94, Volvo 740 ´91, Toyota touring ´92, Ford Fiesta ´97, Elantra ´96, Passat ´00, Toyota Land Cruiser´85, Willys Overland ´60, Suzuki Vitara ´94, Opel Astra ´97, Subaru Impresa ´97, Range Rover ´85, Nissan Platrol ´85, Willys Cheeroke Ókind ´75, Hyundai Accent ´98, Peugeot ´99, Toyota 4runner´91(grænn), Skoda Felicia ´01, Hyundai Sonata´97, Toyota 4runner´91(hvítur)
Er einhver sem getur talið þetta? Ég tel ca. 75, smá vesen með allar Lödurnar sem fóru beint niður á höfn...
Set kannski myndir seinna í kvöld.
Það væri gott að fá leiðréttingu ef einhver rekur augun í eitthvað.
Mótorhjólalistinn er eftirfarandi:
Yamaha MR50 ´79, Honda MB50 ´82, Yamaha MR50´75 sem ég á núna.
Bílar og akstur | Breytt 24.10.2008 kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2008 | 23:18
Kreppuleikfimi.
Í fréttatímanum á Stöð tvö í gærkvöldi var verið að tala um marvíslegar afleiðingar sem kreppan hefur á okkur mannfólkið. Ein hugsanlega afleiðingin sem var nefnd var sú að það gætu fæðst óeðlilega margir íslendingar eftir níu mánuði.
Svo þegar ég fór inn á Barnaland.is að kíkja á auglýsingarnar þar rak ég augun í eftirfarandi snilldarpróf og ákvað að deila því með ykkur enda er þetta nokkuð spaugilegt á köflum en samt ótrúlega nálægt sannleikanum....
...og hér kemur lesningin frá Barnaland.is....
Ert þú að velta því fyrir þér hvort þú sért tilbúin(n) til að eignast barn? Þá ættirðu kannski að taka þetta próf fyrst!
Fituprófið
Smurðu hnetusmjöri á sófann og aðeins upp á gardínurnar. Settu nokkrar kjötbollur á bak við sófann og láttu þær vera þar yfir sumarið.
Leikfangaprófið
Náðu í kassa með 25 kílóum af Legó-kubbum. Fáðu vin þinn til að dreifa vel úr kubbunum á gólfið í íbúðinni. Láttu binda fyrir augun á þér. Reyndu svo að fara frá svefnberginu og inn í eldhús og aftur til baka. Það er bannað að vera í skóm og alveg bannað að æpa því það getur vakið barnið um nætur.
Stórmarkaðsprófið
Fáðu lánað eitt dýr af millistærð (t.d. geit) og farðu með hana í næsta stórmarkað að versla. Hafðu auga með geitinni allan tímann og borgaðu fyrir allt sem hún étur eða eyðileggur.
Fataprófið
Hefurðu prófað að klæða tveggja ára gamalt barn í föt? Fáðu þér stóran, lifandi og spriklandi kolkrabba. Troddu honum í lítið innkaupanet og passaðu að hafa alla armana inni í pokanum.
Matarprófið
Keyptu þér stóra plastkönnu. Fylltu hana til hálfs með vatni og hengdu hana svo upp í loftið í snúru. Láttu könnuna sveiflast til og frá eins og pendúl. Reyndu nú að koma einni matskeið af hafragraut niður um stútinn á könnunni um leið og þú leikur flugvél með skeiðinni. Helltu svo öllu innihaldinu á gólfið.
Næturprófið
Saumaðu þér lítinn poka úr sterku efni og fylltu hann með 4-5 kílóum af sandi. Klukkan 15 tekur þú pokann upp og byrjar að ganga um gólf með hann um leið og þú raular. Þessu heldur þú áfram til kl. 21. Leggðu þá pokann frá þér og stilltu vekjaraklukkuna á 22. Þá þarftu að vakna, ná í sandpokann og syngja öll þau lög sem þú hefur mögulega heyrt um ævina. Semdu svo 10-12 ný lög og syngdu þau til kl. 4 um morguninn á meðan þú gengur um gólf með pokann. Stilltu vekjaraklukkuna á 5. Vaknaðu og taktu til morgunmat. Gerðu þetta alltaf 5 daga í röð og líttu glaðlega út!
Sköpunargáfuprófið
Fáðu þér eggjabakka. Búðu til krókódíl úr honum með aðstoð skæra og málningar. Fáðu þér svo tóma klósettrúllu og búðu til fallegt jólaljós úr henni. Þú mátt aðeins nota límband og álpappír. Að lokum skaltu fá þér tóma mjólkurfernu, borðtennisbolta og tóman Kornflakes-pakka. Búðu til alvöru eftirlíkingu af Eiffel-turninum.
Bílprófið
Gleymdu því að fá þér BMW og fáðu þér station-bíl (þið vitið þessi löngu að aftan til að geyma vagna, kerrur og alls konar fylgihluti!) Keyptu þér súkkulaðiís í brauði og settu hann í hanskahólfið. Láttu hann vera þar. Finndu krónu. Settu hana inn í geislaspilarann í bílnum. Fáðu þér stóran pakka af kexkökum og myldu þær allar í aftursætið. Nú er bíllinn tilbúinn!
Þolpróf kvenna
Fáðu lánaðan stóran grjónapúða og festu hann framan á magann á þér. Þú getur notað öryggisnælur og nælt pokanum í fötin þín. Hafðu pokann framan á þér í 9 mánuði. Að þeim tíma liðnum geturðu fjarlægt 1/10 af innihaldi pokans ? 9/10 verða eftir.
Þolpróf karla
Farðu inn í næsta apótek. Settu seðlaveskið þitt opið á borðið og segðu apótekaranum að taka eins og hann vill. Farðu nú í næsta stórmarkað. Farðu inn á skrifstofu og gerðu samning við eigandann um að launin þín verði lögð inn á reikning búðarinnar um hver mánaðamót. Keyptu þér dagblað. Farðu með það heim og lestu það í ró og næði. Í síðasta sinn!
Lokaprófið
Komdu þér í samband við par sem á barn. Útskýrðu fyrir þeim hvernig þau geta bætt sig í agamálum, þolgæðum, þolinmæði, klósettþjálfun og borðsiðum barnsins. Legðu áherslu á að þau megi aldrei láta barnið sitt hlaupa um eftirlitslaust. Njóttu kvöldsins, því þú munt aldrei aftur hafa rétt svör við öllu.
Ert þú tilbúin(n) til að eignast barn?
Spil og leikir | Breytt 24.10.2008 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 15:40
mánapabbi ætlar að skrifa eitthvað skemmtilegt hérna
Gullkorn vikunnar er til dæmis væntanlegt í hverri viku.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar