Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Mannaseyðiskennla...

Viðar Darri, sem er 2 ára var í pössun hjá Arnari Mána (4 ára) og þeir fengu sér báðir kakó. Þegar þeir voru búnir með kakóið segir Arnar við Viðar:" hvað segirðu þá?" Viðar Darri svaraði engu og fór bara að leika sér með bolta. Arnar Máni segir þá voða hneikslaður: " Það þarf að kenna honum MANNASEYÐI, hann segir ekki takk fyrir mig!!!"

Bjöllu og póstkassamerkingar...

Bjallan og póstkassinn á nýja heimilinu voru merkt núna um daginn. Næst þegar Arnar Máni kom fékk hann að sjá hvað nafnið hans tók sig vel út á bjöllunni og póstkassanum. Hann gekk síðan að hurðinni okkar og spurði hvort þetta væri íbúðin. Ég opnaði og hann skoðaði sig um eins og hann hefði aldrei komið þarna áður og sagði svo: "Skoðum núna þína íbúð!"

Alltof stór...

Arnar Máni fékk svakalega flottan síðan sparijakka í jólagjöf en þegar hann var búinn að ná umbúðunum utan af honum sagði hann strax. þetta er allt of stórt, þetta passar ekki fyrir 4 ára. ÞETTA ER FYRIR 17 ÁRA!!!

Jólagjafagullkorn...

Skrapp í búð áðan og keypti seinustu jólagjafirnar. Átti eftir að kaupa pakka handa nýjustu frænkunni og það var svo æðislegt úrval af dóti til fyrir svona prinsessur að það endaði með því að ég keypti tvo pakka handa henni. Ég keypti síma fyrir 0 mánaða og upp úr og svo stýri og gírstöng sem hægt er að festa með sogskál á borð fyrir framan dömuna. Ég fór og sýndi Arnari Mána hvað ég keypti handa uppáhalds frænkunni hans og spurði hann hvort hann vildi ekki gefa henni símann því þá gæti hún alltaf hringt í hann. "Nei, ...ég vil frekar gefa henni stýrið því þá getur hún alltaf keyrt til mín." sagði sá stutti án þess að hugsa sig um í eina sek... og svo brosti hann ægilega prakkaralega og bætti við "na, na, na, bú, bú!!!" hljóp svo inn í herbergið sitt og kom til baka í jólasveinabúning og vildi skrifa kortið til hennar Snædísar... Þvílíkur pottormurGrin 

nóv08 096

Þarna er hann að skrifa til frænku sinnar.


Ég undirritaður...

Arnar Máni skrifaði nafnið sitt í fyrsta skipti í gær og getur því héðan í frá notað ofanritað...

nóv08 038

Ljósmynd af afrekinu...Joyful


Skómálin...

Amma Hulda var eitthvað að bjástra úti í glugga núna í fyrradag þegar Arnar Máni var búinn að vera í pössun hjá henni allan daginn. Ég spurði Arnar í einhverju gríni hvort hann héldi að Amma fengi eitthvað í skóinn frá jólasveinunum. Það stóð ekki á svar frá þeim stutta frekar en fyrri daginn.:" Já, kannski myglaða kartöflu."W00t ....ég held hún hafi nú ekki verið svo óþæg. Kannski fer hún alltof seint að sofa. Hver veit??LoL

mánapabbi ætlar að skrifa eitthvað skemmtilegt hérna

Gullkorn vikunnar er til dæmis væntanlegt í hverri viku.


Höfundur

Moondaddy
Moondaddy
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • nóv08 096
  • nóv08 038

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband