Gullkorn.

 Arnar Máni tveggja og hálfs árs er stundum að spjalla um heima og geima:

Sómi fór í búðina að kaupa eplasafa! Nei, sagði mamma hans, Sómi er hundur og á ekki peninga. Neeeiii...sagði Arnar,..Sómi er með kort W00t!.. 

Arnar á lítinn 5 mánaða frænda sem heitir Viðar Darri. Hann fór í pössun heim til hans hluta úr degi og var síðan spurður að því hvor hann hefði eitthvað leikið sér við Viðar Darra... "Nei," sagði Arnar án þess að hika," hann getur ekki labbað, hann er með engar tennur og engar lappir!!Crying"

Arnar hefur mikinn áhuga á jólasveinunum og á til skemmtilega jólasveinabók sem hann skoðar nánast daglega. Það var verið að skoða hana með honum og eitthvað var minnst á Grýlu og Leppalúða. Hann benti á myndirnar af þeim og sagði nöfnin á þeim og  benti síðan á mynd af jólakettinum og sagði "...og þetta er hann kattalúði...Sideways"

Viðbót 1.8.´07

 Sagt við morgunverðarborðið með súrmjólk í skál "Má ég fá sykurpúða" svo var bent á púðursykurinnWink ...smá ruglingur...kemur fyrir besta fólk...

Þegar Afi og Amma skiluðu litla pottorminum úr pössun sagði einhver. Var ekki gaman að fara í afabíl? "Jú, "sagði sá stutti og bætti við án þess að hika " hann á líka jólasveinabíl ".Smile Það er sem sagt komin alveg ný sýn á gamla rauða Volvoinn hans afa...

Arnar var í pössun hjá afa og ömmu og slapp buxnalaus á hlaup um húsið eftir vel heppnaða klósettferð. Eftir smá stund segir amma við hann: " Núna verður þú að koma í buxurnar, við erum að fara út! Sá stutti lítur undrandi á ömmu sína og segir. "Er farið að rigna? ..."LoL

Nú er Arnar orðinn 3 ára og ég fæ að vita reglulega að ég sé "besti pabbinn í besta heiminum". Ekkert smá flottur titillGrin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Moondaddy
Moondaddy
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • nóv08 096
  • nóv08 038

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband