Jólagjafagullkorn...

Skrapp í búð áðan og keypti seinustu jólagjafirnar. Átti eftir að kaupa pakka handa nýjustu frænkunni og það var svo æðislegt úrval af dóti til fyrir svona prinsessur að það endaði með því að ég keypti tvo pakka handa henni. Ég keypti síma fyrir 0 mánaða og upp úr og svo stýri og gírstöng sem hægt er að festa með sogskál á borð fyrir framan dömuna. Ég fór og sýndi Arnari Mána hvað ég keypti handa uppáhalds frænkunni hans og spurði hann hvort hann vildi ekki gefa henni símann því þá gæti hún alltaf hringt í hann. "Nei, ...ég vil frekar gefa henni stýrið því þá getur hún alltaf keyrt til mín." sagði sá stutti án þess að hugsa sig um í eina sek... og svo brosti hann ægilega prakkaralega og bætti við "na, na, na, bú, bú!!!" hljóp svo inn í herbergið sitt og kom til baka í jólasveinabúning og vildi skrifa kortið til hennar Snædísar... Þvílíkur pottormurGrin 

nóv08 096

Þarna er hann að skrifa til frænku sinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hann sagði "ég vil frekar gefa henni bílinn ekki stýrið:)"

berglind eva (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Moondaddy
Moondaddy
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • nóv08 096
  • nóv08 038

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband